23.12.2014 : Sérstök úttekt séreignarsparnaðar rennur út 1. janúar 2015 

LSR vill benda á að þann 1. janúar 2015 rennur út heimild til að sækja um sérstaka úttekt á séreignarsparnaði. Síðasti dagur til að sækja um er miðvikudagurinn 31. desember næstkomandi. Skrifstofa sjóðsins er lokuð þann dag en hægt er að senda inn skannaðar umsóknir í tölvupósti eða á faxi og þurfa þær að berast fyrir miðnætti þann 31. desember til að teljast gildar.

Lesa meira

11.11.2014 : Leiðréttingin, birting útreiknings

Niðurstöður flestra umsækjenda um höfuðstólsleiðréttingu hafa verið birtar á vef RSK leidretting.is. Birtingin er til upplýsinga eins og er og því ekki hægt að staðfesta niðurstöðuna fyrr en um miðjan desember.

Lesa meira

18.09.2014 : Breyting á bankareikningum LSR og LH vegna iðgjaldaskila

Á næstu dögum mun þeim launagreiðendum er greiða iðgjöld til LSR berast bréf þar sem tilkynnt er um breytingu á bankareikningum vegna iðgjaldaskila. Launagreiðendur eru beðnir um að leggja inn á nýja bankareikninga frá og með útborgun 1. október næstkomandi.

Lesa meira

29.08.2014 : Umsóknarfrestur vegna höfuðstólsleiðréttingu rennur út þann 1. september

Við viljum minna á að umsóknarfrestur um höfuðstólsleiðréttingu á verðtryggðum fasteignalánum rennur út þann 1. september næstkomandi. Þá verður endanlega lokað fyrir umsóknir og ekki hægt að sækja um eftir þann tíma. Allar frekari upplýsingar má finna á vef ríkisskattstjóra leidretting.is.

Lesa meira

11.06.2014 : Samningar um yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, ellefu hjúkrunarheimili, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga hafa undirritað samninga sem fela í sér yfirtöku ríkisins á nær öllum lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimilanna vegna starfsmanna þeirra í B-deild LSR og LH. Lesa meira

23.05.2014 : Útsendingar til sjóðfélaga

Árleg útsending yfirlita stendur nú yfir. Allir sjóðfélagar sem greiddu iðgjöld á árinu 2013 fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum þar um. Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlitið og launaseðlana. Vanti innborganir, skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira

21.05.2014 : Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 15:00 í húsnæði LSR við Engjateig 11, 105 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslu stjórnar, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt, skuldbindingum launagreiðenda og fjárfestingarstefnu.

Ársskýrsla fyrir árið 2013 verður afhent á fundinum en einnig er hægt að óska eftir heimsendingu hennar með því að senda póst á lsr@lsr.is. Ennfremur er hægt að nálgast ársskýrsluna á rafrænu formi hér á síðunni.

Lesa meira

19.05.2014 : Leiðréttingin

Á leidretting.is hefur Ríkisskattstjóri opnað vefsíðu þar sem nú er hægt að sækja um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána. Á sömu síðu verður opnað fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á fasteignalán innan skamms. LSR hvetur sjóðfélaga til að leita þangað varðandi frekari upplýsingar og sækja um fyrir lok umsóknarfrestsins.

Lesa meira

09.05.2014 : Athugun FME á fjárfestingum Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga

Á fyrsta ársfjórðungi 2014 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið athugun á því hvort fjárfestingar Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga væru í samræmi við gildandi lög og fjárfestingarheimildir.

Það er ánægjulegt frá því að segja að Fjármálaeftirlitið gerði engar athugasemdir við fjárfestingar lífeyrissjóðsins.

Lesa meira

05.05.2014 : FME kannar starfsemi LSR

Á liðnu ári framkvæmdi Fjármálaeftirlitið umfangsmikla könnun á starfsemi LSR, en því ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með því að starfsemi lífeyrissjóða sé í samræmi við ákvæði laga og reglna sem um lífeyrissjóði gilda. Athugun FME tók m.a. til stjórnarhátta, fjárfestinga, áhættustýringar og upplýsingakerfa. Það er ánægjulegt frá því að segja að sjóðurinn kom almennt vel út úr þessari skoðun.

Lesa meira

10.04.2014 : Hrein raunávöxtun LSR 6,5% á árinu 2013

Ávöxtun eigna LSR á árinu 2013 var mjög góð. Nafnávöxtun sjóðsins var 10,4% sem svarar til 6,5% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin er 4,5%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2013 voru 46,3 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 485 milljarðar króna í árslok 2013.

Lesa meira

10.04.2014 : Hrein raunávöxtun LH 7,3% á árinu 2013

Ávöxtun eigna LH á árinu 2013 var mjög góð. Nafnávöxtun var 11,4% á árinu sem svarar til 7,3% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LH síðustu fimm árin er 4,5%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi voru 2,8 milljarðar króna og heildareignir LH í árslok 2013 námu 26 milljörðum króna.

Lesa meira

01.04.2014 : Málefni framtakssjóðsins Brú II

Síðastliðið haust fjallaði þátturinn Kastljós í Sjónvarpinu um málefni framtakssjóðsins Brú II, þar sem nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins eru hluthafar, auk fleiri aðila. Þar komu fram ýmsar ávirðingar um rekstur sjóðsins, auk þess sem vakin var athygli á deilumálum milli hluthafa og kröfuhafa í einstökum félögum sem Brú II hefur fjárfest í eða dótturfélögum þeirra. Í kjölfar þessarar umfjöllunar óskuðu lífeyrissjóðirnir eftir því að gerð yrði ítarleg innri endurskoðun á öllum þáttum í rekstri sjóðsins og að niðurstöður úr slíkri skýrslu yrðu gerðar opinberar.

Lesa meira

14.02.2014 : Upplýsingar um launamiða og forskráningu lána vegna skattframtala

LSR hefur nú lokið skilum á launamiðum til RSK. Skil á launamiðum nær til allra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2013 úr A- og B-deild LSR, LH, Séreign LSR og ESÚÍ – Eftirlaunasjóði starfsmanna Útvegsbanka Íslands.


Til hagræðingar fyrir lántakendur eru öll lán lífeyrissjóðsins nú forskráð inn á sundurliðunarblaðið í skattframtalinu.
Lesa meira

16.01.2014 : Ný lög um stimpilgjald

Þann 1. janúar síðastliðinn tóku gildi ný lög um stimpilgjald. Samkvæmt lögunum eru skuldabréf ekki lengur stimpilskyld. Lántakar þurfa því nú ekki að greiða stimpilgjald við töku sjóðfélagalána eða í þeim tilvikum þegar vanskil eru lögð við höfuðstól. Á vef Alþingis er hægt að nálgast lögin í heild sinni.

Lesa meira

03.01.2014 : Breytingar á séreignarsparnaði

Alþingi hefur samþykkt að framlengja tímabundna heimild til úttektar á séreignarsparnaði til 1. janúar 2015 ásamt því að hækka heildarfjárhæðina úr 6.250.000 kr. í 9.000.000 kr. Miðast heimildin við stöðu á séreignarsparnaði þann 1.1.2014.

Lesa meira