Sérstök úttekt séreignarsparnaðar rennur út 1. janúar 2015 

23.12.2014

LSR vill benda á að þann 1. janúar 2015 rennur út heimild til að sækja um sérstaka úttekt á séreignarsparnaði. Síðasti dagur til að sækja um er miðvikudagurinn 31. desember næstkomandi. Skrifstofa sjóðsins er lokuð þann dag en hægt er að senda inn skannaðar umsóknir í tölvupósti eða á faxi og þurfa þær að berast fyrir miðnætti þann 31. desember til að teljast gildar.


Hér má finna nánari upplýsingar um útgreiðslu séreignar ásamt umsóknareyðublaði. Einnig er velkomið að hafa samband við þjónusturáðgjafa í síma 510 6100 eða koma á skrifstofu LSR, Engjateigi 11, 105 Reykjavík og sækja um útborgun.