22.12.2017 : Ráðstöfun séreignarsparnaðar og fyrsta íbúð - umsóknarfrestur rennur út um áramót

Keyptir þú þitt fyrsta íbúðarhúsnæði á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og hefur áform um að ráðstafa séreignarsparnaði þínum til greiðslu inn á húsnæðislán þitt í allt að 10 ár?

Lesa meira

21.12.2017 : Opnun hjá LSR yfir hátíðarnar

Við hjá LSR þökkum samskiptin á árinu og sendum kærar jóla- og áramótakveðjur með ósk um farsæld á komandi ári.

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar:
Jóladagur – lokað
Annar í jólum – lokað
Miðvikudagurinn 27. desember – opið kl. 10:00-16:00
Nýársdagur 1. janúar - lokað
Þriðjudagurinn 2. janúar - opið kl. 10:00-16:00

Lesa meira

13.12.2017 : Stjórn LSR gerir athugasemd við starfskjarastefnu Klakka

Stjórn LSR kom saman í dag þar sem m.a. var fjallað um nýsamþykkta starfskjarastefnu Klakka og þá sérstaklega ákvæði hennar um árangurstengdar greiðslur til stjórnar og stjórnenda. Stjórn lífeyrissjóðsins lýsir yfir eindreginni andstöðu sinni við starfskjarastefnu félagsins.

Lesa meira

29.09.2017 : Yfirlitaútsendingar til sjóðfélaga í Séreign LSR

Árleg útsending yfirlita stendur yfir þessa dagana. Allir sjóðfélagar í Séreign LSR fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur fyrstu 6 mánuði ársins 2017. Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlitið og launaseðlana. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira

09.08.2017 : Góð ávöxtun af hlutabréfum í Högum

Gengi hlutabréfa í Högum hf. hefur lækkað á síðustu dögum í kjölfar aukinnar samkeppni á smásölumarkaði og afkomuviðvörunar frá félaginu. Hagar reka m.a. verslanirnar Bónus, Hagkaup og Útilíf. Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um stóran eignarhlut lífeyrissjóða í félaginu og tjón þeirra vegna verðlækkunarinnar.

Af þessu tilefni telur LSR rétt að eftirfarandi komi fram. 

Lesa meira

07.07.2017 : Ráðstöfun á séreignarsparnaði skattfrjálst inn á lán

Þann 1. júlí s.l. tóku gildi lög nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð ásamt því að framlengja núverandi úrræði um greiðslu séreignar skattfrjálst inn á fasteignalán.

Lesa meira

19.06.2017 : Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga sameinast B-deild LSR þann 1. janúar 2018

Alþingi hefur nýverið samþykkt lög þess efnis að Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) mun sameinast B-deild LSR þann 1. janúar 2018. Aðdragandi málsins er að í lok árs 2011 fól stjórn LH nefnd að gera úttekt á hagkvæmni þess að sameina LH og LSR. Tilefni þess var m.a. að sjóðfélögum LH hefur farið ört fækkandi á síðustu árum en virkir sjóðfélagar sjóðsins voru til að mynda einungis 265 á síðastliðnu ári.

Lesa meira

13.06.2017 : Nýjar samþykktir LSR frá 1. júní 2017

Nýjar samþykktir fyrir LSR tóku gildi þann 1. júní sl. Breytingarnar eru fyrst og fremst tilkomnar vegna breytinga á lögum um LSR, nr. 1/1997, sem samþykkt voru á Alþingi í desember sl. Með breytingunum voru lagaákvæði sem fjalla um A-deild LSR að meginstefnu til felld brott með gildistöku 1. júní 2017.

Lesa meira

12.06.2017 : Breytingar á lífeyriskerfinu þann 1. júlí 2017 fyrir fólk á almennum vinnumarkaði

Nokkrir lífeyrissjóðir á samningssviði Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa í hyggju að bjóða sjóðfélögum upp á þann kost að þeir geti ráðstafað iðgjaldi umfram 12%, að hluta eða öllu leyti, í bundinn séreignarsparnað í stað samtryggingar frá og með 1. júlí nk. Er þetta gert til að framfylgja ákvæði kjarasamnings ASÍ og SA frá 21. janúar 2016.

Þessar breytingar hafa ekki áhrif á iðgjaldagreiðslur og réttindi hjá LSR að svo stöddu.

Lesa meira

06.06.2017 : Breytilegir vextir sjóðfélagalána frá 1. júlí 2017

Breytilegir vextir sjóðfélagalána munu lækka í 3,11% frá og með 1. júlí næstkomandi. Breytilegir vextir sjóðfélagalána eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi. Frekari upplýsingar um vexti LSR lána má finna hér. Lesa meira

31.05.2017 : Skattfrjáls séreign inn á lán – framlengt til 2019

Allt frá 1. júlí 2014 hefur þeim sem greiða í séreignarsjóð staðið til boða að ráðstafa greiðslum sínum beint inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Úrræðið gilti til tveggja ára en hefur nú verið framlengt með lögum nr. 111/2016 og gildir því til júníloka 2019. Þeir sjóðfélagar sem hafa nýtt sér úrræðið, þurfa nú að taka afstöðu til þess hvort að þeir óski eftir framlengingu. Óskað er eftir framlengingu á vef ríkisskattstjóra www.leidretting.is

Lesa meira

22.05.2017 : Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH verður haldinn miðvikudaginn 24. maí kl. 15 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum. 

Lesa meira

10.05.2017 : Beint streymi frá kynningarfundi um breytingar á A-deild LSR

Fundurinn hefst kl. 16:30 á Hilton Reykjavík Nordica og verður streymt beint hér á vef LSR. Á fundinum verður fjallað um væntanlegar breytingar á A-deild LSR sem taka gildi 1. júní nk. og hver áhrif breytinganna verða á núverandi sjóðfélaga í A-deild LSR og þá sjóðfélaga sem koma nýir inn í sjóðinn eftir 01.06.2017.

Lesa meira

03.05.2017 : Útsendingar á yfirlitum til sjóðfélaga

Árleg útsending yfirlita stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur ársins 2016. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira

11.04.2017 : Afkoma LSR á árinu 2016

Nafnávöxtun LSR á árinu 2016 var 3,0% sem svarar til 0,8% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 6,3%. Heildareignir LSR voru 720,4 milljarðar króna í árslok 2016.

Lesa meira

11.04.2017 : Afkoma LH á árinu 2016

Nafnávöxtun LH á árinu 2016 var 1,4% á árinu sem svarar til -1% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LH síðustu fimm árin var 6,0%. Heildareignir LH í árslok 2016 námu 26,4 milljörðum króna.

Lesa meira

03.03.2017 : Nýr vefur lífeyrismál.is

Lifeyrismal.is-med-undirtitliLandssamtök lífeyrissjóða hafa opnað vefinn lífeyrismál.is þar sem er að finna margvíslegt kynningarefni og upplýsingar um lífeyrismál, lífeyrisréttindi, starfsemi lífeyrissjóða og ótal margt sem tengist lífeyriskerfi landsmanna beint eða óbeint. Jafnframt hefur verið opnuð samnefnd Fésbókarsíða, Lífeyrismál.is

Lesa meira

03.02.2017 : Upplýsingar um lán á sjóðfélagavef LSR

Nú gefst lántakendum hjá LSR kostur á því að sækja upplýsingar um stöðu sjóðfélagalána sinna og greiðslusögu á sjóðfélagavef LSR. Á sjóðfélagavefnum eru því nú aðgengilegar upplýsingar um lán og lífeyrisréttindi hjá LSR. Einnig veitir sjóðfélagavefurinn aðgang að Lífeyrisgáttinni, þar sem hægt er að nálgast á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum.

Lesa meira

30.01.2017 : Upplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala

LSR hefur nú lokið skilum á lífeyrismiðum til RSK. Skil á lífeyrismiðum nær til allra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2016 úr A- og B-deild LSR, LH, Séreign LSR og ESÚÍ – Eftirlaunasjóði starfsmanna Útvegsbanka Íslands. Lífeyrismiðar verða almennt ekki sendir út á pappír, en sjóðfélögum er velkomið að hafa samband við sjóðinn í síma 510 6100 eða með því að senda netpóst á netfangið lsr@lsr.is og óska eftir upplýsingum á pappír.

Lesa meira

04.01.2017 : Breytingar á A-deild LSR

Fyrir jól samþykkti Alþingi breytingar á lögum um A-deild LSR. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní n.k. Eftir breytinguna ávinna sjóðfélagar sér réttindi í aldurstengdu réttindakerfi og lífeyristökualdur verður miðaður við 67 ára aldur.

Ekki verður gerð breyting á áunnum réttindum núverandi sjóðfélaga við upptöku á breyttu fyrirkomulagi, hvorki þeirra sem eru í starfi í dag, byrjaðir að taka lífeyri eða eiga eldri réttindi hjá sjóðnum. Þau réttindi verða áfram reiknuð í jafnri réttindaávinnslu og miðuð við 65 ára lífeyristökualdur. Með framlagi ríkisins í lífeyrisaukasjóð er núverandi sjóðfélögum jafnframt tryggð áfram óbreytt réttindaávinnsla og óbreyttur lífeyristökualdur.

Lesa meira