Verðtryggð lán og vextir

LSR býður upp á verðtryggð sjóðfélagalán. Verðtrygging miðast við vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa Íslands tekur saman. Verðbætur bætast við höfuðstól lánanna. Greiðslubyrði lánanna fylgir þróun verðlags og getur því hækkað samhliða hækkunum á vísitölu neysluverðs.

Fastir vextir eru 4,3% 

Fastir vextir nýrra sjóðfélagalána breytast samkvæmt ákvörðun stjórnar LSR. Fastir vextir á sjóðfélagalánum haldast óbreyttir út allan lánstímann óháð vaxtastigi hverju sinni. Lántaki veit þá hvaða vextir gilda út lánstímann óháð vaxtabreytingum.

Þar sem vextir eru fastir er ekki hægt að breyta vöxtum á lánstímanum nema með nýju láni.

Þróun fastra vaxta á verðtryggðum sjóðfélagalánum


Breytilegir vextir eru nú 4,3% 

Vextir nýrra verðtryggðra sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum breytast á 36 mánaða fresti samkvæmt ákvörðun LSR. Við ákvarðanir á breytilegum verðtryggðum vöxtum LSR er horft til samanburðarhæfra verðtryggðra skuldabréfa á markaði, markaðsaðstæðna á hverjum tíma, vaxtakjara á markaði á sambærilegum lánum eða opinberra álaga, rekstrarkostnaðar lífeyrissjóðsins í tengslum við lánveitingar, álagningar vegna útlánaáhættu, áhættumats lífeyrissjóðsins og tryggingafræðilegrar stöðu sjóðsins.

Breytilegir vextir þýða að vextir breyst til hækkunar eða lækkunar á lánstímanum. Lántaki veit því ekki við lántöku hvaða vextir gilda út lánstímann.

Þegar vextir lána með breytilegum vöxtum eru ákveðnir eru þeir þættir sem mynda vextina metnir sjálfstætt. LSR er heimilt að breyta vöxtunum breytist þeir þættir sem vextir byggjast á og getur breyting hvers þáttar fyrir sig gefið tilefni til breytinga á vöxtunum.

LSR tekur ákvörðun um breytilega vexti samkvæmt framangreindu að jafnaði mánaðarlega. Gildandi vextir eru á hverjum tíma birtir á vef sjóðsins.

Þróun breytilegra vaxta á verðtryggðum sjóðfélagalánum

Breytilegir vextir eldri verðtryggðra lána