Móttaka markaðsþreifinga

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur sett sér innri reglur um móttöku og meðferð upplýsinga vegna markaðsþreifinga.Starfsmenn eignastýringar sjóðsins taka við fyrirspurnum og meðhöndla þær skv. fyrirfram ákveðnu verklagi. LSR væntir þess af gagnaðilum sínum að þeir uppfylli skilyrði MAR reglugerðarinnar (ESB nr. 596/2014), sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum, nr. 60/2021, í hvívetna.

Sjóðurinn gerir þá kröfu til mótaðila sinna að vegna markaðsþreifinga miðli þeir aðeins innherjaupplýsingum og eða öðrum óopinberum upplýsingum til sjóðsins að fengnu skriflegu samþykki samkvæmt þeim boðleiðum sem sjóðurinn hefur skilgreint.

Vegna öflunar samþykkis og annarra samskipta vegna markaðsþreifinga óskar LSR eftir því að markaðsaðilar noti veffangið ms@lsr.is. Starfsmönnum sjóðsins er óheimilt að samþykkja markaðsþreifingar með öðrum samskiptaleiðum.