Verðtrygging og vextir lána

Sjóðfélagalán hjá LSR eru verðtryggð. Verðtrygging miðast við vísitölu neysluverðs. Verðbætur bætast við höfuðstól lánanna. Greiðslubyrði lánanna fylgir þróun verðlags og getur því hækkað samhliða hækkunum á vísitölu neysluverðs.

Fastir vextir eru 3,50%

Fastir vextir nýrra sjóðfélagalána breytast samkvæmt ákvörðun stjórnar LSR. Fastir vextir á sjóðfélagalánum haldast óbreyttir út allan lánstímann óháð vaxtastigi hverju sinni. Lántaki veit þá hvaða vextir gilda út lánstímann óháð vaxtabreytingum.

Þar sem vextir eru fastir er ekki hægt að breyta vöxtum á lánstímanum nema með nýju láni.

Breytilegir vextir eru 2,61% frá og með 1. október 2018

Breytast næst 1. janúar 2019

Vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum breytast fjórum sinnum á ári, þann 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október ár hvert. Vextir eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta (1. desember, 1. mars, 1. júní og 1. september ár hvert) og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi. Stjórn LSR er þó ávallt heimilt að taka ákvörðun um að vextir sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum taki breytingum miðað við annað viðmið en að framan greinir eða að þeir breytist samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka þá mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði.

Breytilegir vextir þýða að vextir á lánstímanum geta breyst til hækkunar eða lækkunar. Lántaki veit því ekki við lántöku hvaða vextir gilda út lánstímann.

Hægt er að skilmálabreyta láni með breytilegum vöxtum yfir í lán með fasta vexti.