Breytingar á lífeyriskerfinu þann 1. júlí 2017 fyrir fólk á almennum vinnumarkaði

12.06.2017

Nokkrir lífeyrissjóðir á samningssviði Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa í hyggju að bjóða sjóðfélögum upp á þann kost að þeir geti ráðstafað iðgjaldi umfram 12%, að hluta eða öllu leyti, í bundinn séreignarsparnað í stað samtryggingar frá og með 1. júlí nk. Er þetta gert til að framfylgja ákvæði kjarasamnings ASÍ og SA frá 21. janúar 2016.

Þessar breytingar hafa ekki áhrif á iðgjaldagreiðslur og réttindi hjá LSR að svo stöddu.

Lesa má frekar um breytingarnar á vefnum Lífeyrismál.is.