03.02.2020 : Myndband: stutt samantekt frá 100 ára morgunverðarfundi LSR

FramkvæmdastjórarStutt samantekt frá 100 ára morgunverðarfundi LSR sem haldinn var á Reykjavík Hilton Nordica 28. nóvember 2019. 

Lesa meira

13.02.2020 : Opnar kl. 13 föstudaginn 14. febrúar vegna veðurs

Raud-vedurvidvorunUppfært: Versta veðrið er nú að ganga niður og opnar skrifstofa sjóðsins því kl. 13 í dag föstudaginn 14. febrúar.

Þar sem rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið mun LSR ekki opna kl. 9 föstudaginn 14. febrúar. Fylgst verður með veðri og veðurspám og metið á hádegi hvort opnað verði þegar veður lægir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lesa meira

21.01.2020 : Upplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala

LSR hefur nú lokið skilum til RSK á lífeyrismiðum þeirra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2019 auk þess sem öll lán lífeyrissjóðsins eru nú forskráð inn á sundurliðunarblaðið í skattframtalinu.

Lesa meira

10.01.2020 : Ákvörðun Neytendastofu – vaxtaendurskoðunarákvæði lána með breytilegum vöxtum

Neytendastofa hefur birt ákvörðun sína vegna breytinga á vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána LSR.

Þann 31. maí 2019 tilkynnti LSR á vef sínum að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána myndu framvegis breytast samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði. Um var að ræða verðtryggða breytilega vexti sjóðfélagalána vegna skuldabréfa sem gefin voru út fyrir 15. janúar 2019.

Lesa meira