19.06.2020 : Starfsemi í lágmarki þriðjudaginn 23. júní 2020 vegna starfsdags

Vegna starfsdags þriðjudaginn 23. júní 2020 verður starfsemi LSR í lágmarki þann dag. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og bendum á að hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Mínum síðum á vef LSR. Að auki er hægt að sækja um lífeyri og skila inn eyðublöðum þar í gegn með rafrænum skilríkjum í síma. Erindi og fyrirspurnir, lánaumsóknir og fylgigögn er hægt að senda með tölvupósti á netfangið lsr@lsr.is.

Lesa meira

15.06.2020 : Eignasöfn LSR á tímum Covid-19

Styrkleikar eignasafna LSR komu fljótt í ljós þegar áhrifa vegna Covid-19 faraldursins fór að gæta á verðbréfamörkuðum heimsins. Fjárfestingarstefnur deilda LSR leggja línurnar fyrir góða dreifingu eigna, bæði dreifingu á ólíka eignaflokka verðbréfa og innlenda og erlenda markaði sem dró verulega úr sveiflum á ávöxtun.

Lesa meira

05.06.2020 : Árleg útsending sjóðfélagayfirlita vegna ársins 2019

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjöld greidd á árinu 2019. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR. Mínar síður á vef LSR sýna upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og réttindi og þar má alltaf sjá nýjustu stöðu.

Lesa meira

04.06.2020 : Ársskýrsla LSR komin út - ársfundur LSR

Ársskýrsla LSR fyrir árið 2019 er komin út og er hún aðgengileg hér á vef LSR. Á ársfundi LSR sem haldinn verður í dag, fimmtudaginn 4. júní 2020 verður farið yfir efni úr skýrslum stjórnar LSR, ársreikningum, tryggingafræðilegum úttektum, skuldbindingum launagreiðenda og fjárfestingarstefnu.

Ársfundur LSR hefst kl. 15, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

29.05.2020 : Skrifstofa LSR mun opna að nýju þriðjudaginn 2. júní 2020

Skrifstofa LSR mun opna að nýju þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 9:00. Eftir sem áður geta sjóðfélagar nýtt sér stafrænar lausnir til samskipta og til að koma gögnum til skila. Vel hefur gengið að leysa mál í gegnum síma og tölvupóst í samkomubanni vegna COVID-19 og er full ástæða til að hvetja sjóðfélaga til að nýta sér þær leiðir áfram.

Lesa meira

20.05.2020 : Ársfundur LSR

Ársfundur LSR verður haldinn fimmtudaginn 4. júní 2020, kl. 15, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

14.05.2020 : Fyrsta skref í opnun afgreiðslu hjá LSR

LSR hefur opnað fyrir móttöku og afhendingu skjala virka daga milli kl. 10:00 - 15:00 í afgreiðslu sjóðsins að Engjateigi 11. Einnig er áfram hægt að koma pappírum í læstan póstkassa í anddyri sjóðsins milli kl. 9:00 – 16:00 virka daga. Þar sem enn er lokað fyrir almenna afgreiðslu þá hefur verið opnað fyrir bókun viðtals í síma- eða fjarfundi í bókunarkerfi á vef LSR og á Mínum síðum á vef LSR.

Lesa meira

24.04.2020 : Afkoma LSR á árinu 2019

StarfsemiAfkoma á árinu 2019 var afar góð og ein sú besta í sögu LSR. Það var einkar ánægjulegt í ljósi þess að sjóðurinn fagnaði 100 ára afmæli sínu á árinu. Nafnávöxtun sjóðsins var 16,6% sem svarar til 13,4% hreinnar raunávöxtunar. 

Lesa meira

02.04.2020 : Sjálfvirkt greiðslumat LSR í samstarfi við Creditinfo

LSR hefur tekið í notkun sjálfvirkt greiðslumat í samstarfi við Creditinfo. Niðurstöður greiðslumatsins eru reiknaðar út á sjálfvirkan hátt og byggjast á þeim upplýsingum sem sóttar eru samkvæmt umboði sem lánsumsækjandi veitir. Greiðslumatið er einfalt í notkun og tekur stuttan tíma.

Lesa meira

31.03.2020 : Sérstök heimild til úttektar á séreignarsparnaði frá og með 1. apríl 2020

Alþingi hefur samþykkt lög þar sem kveðið er á um tímabundna heimild til úttektar séreignarsparnaðar vegna COVID-19.

Lesa meira

30.03.2020 : Vegna endurmats á örorku

Félag íslenskra heimilislækna áætlar að erfitt verði að afgreiða beiðnir um ný læknisvottorð næstu þrjá mánuði vegna álags hjá heilsugæslum landsins. LSR mun því fresta endurmati á örorku næstu 3 mánuði hjá lífeyrisþegum sem ekki geta útvegað nýtt læknisvottorð.

Lesa meira

26.03.2020 : Greiðslufrestur á sjóðfélagalánum

Lántökum hjá LSR býðst að fresta greiðslum á lánum sínum hjá LSR. Lántökum stendur til boða að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól, vöxtum og verðbótum og er greiðslubyrði þá felld niður að öllu leyti tímabundið. Einnig geta lántakar sótt um að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól en greiða áfram vexti og verðbætur og er greiðslubyrði þá felld niður að hluta tímabundið.

Lesa meira

25.03.2020 : Sérstök heimild til úttektar á séreignarsparnaði vegna COVID-19

Í samræmi við tilkynningu stjórnvalda um mótvægisaðgerðir vegna COVID-19 liggur nú fyrir Alþingi frumvarp þar sem m.a. er kveðið á um sérstaka heimild til úttektar á séreignarsparnaði. Nánari upplýsingar um þessa heimild verða settar á vef sjóðsins þegar Alþingi hefur lokið meðferð sinni á frumvarpinu og sett lög liggja fyrir.

Lesa meira

13.03.2020 : Tilkynning um lokun afgreiðslu | Closing of offices

Afgreiðsla LSR verður lokuð frá og með mánudeginum 16. mars en starfsfólk mun áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga.

For information in English, click here .

Lesa meira

10.03.2020 : Hvetjum til notkunar rafrænna samskipta og símtala

Í ljósi þess að ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnarlækni hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna kórónaveiru COVID-19, hvetur LSR viðskiptavini til þess að nýta rafræn samskipti og símaþjónustu í stað þess að koma í afgreiðsluna að Engjateigi 11.

Lesa meira

28.02.2020 : LSR lán í greiðsluþjónustu eða sjálfvirkri skuldfærslu

Vakin er athygli á því að vegna tæknilegra örðugleika hefur greiðsluþjónusta fallið niður vegna LSR lána. Það sama á við um þau LSR lán sem voru skráð með sjálfvirka skuldfærslu.

Lesa meira

13.02.2020 : Opnar kl. 13 föstudaginn 14. febrúar vegna veðurs

Raud-vedurvidvorunUppfært: Versta veðrið er nú að ganga niður og opnar skrifstofa sjóðsins því kl. 13 í dag föstudaginn 14. febrúar.

Þar sem rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið mun LSR ekki opna kl. 9 föstudaginn 14. febrúar. Fylgst verður með veðri og veðurspám og metið á hádegi hvort opnað verði þegar veður lægir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lesa meira

03.02.2020 : Myndband: stutt samantekt frá 100 ára morgunverðarfundi LSR

FramkvæmdastjórarStutt samantekt frá 100 ára morgunverðarfundi LSR sem haldinn var á Reykjavík Hilton Nordica 28. nóvember 2019. 

Lesa meira

21.01.2020 : Upplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala

LSR hefur nú lokið skilum til RSK á lífeyrismiðum þeirra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2019 auk þess sem öll lán lífeyrissjóðsins eru nú forskráð inn á sundurliðunarblaðið í skattframtalinu.

Lesa meira

10.01.2020 : Ákvörðun Neytendastofu – vaxtaendurskoðunarákvæði lána með breytilegum vöxtum

Neytendastofa hefur birt ákvörðun sína vegna breytinga á vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána LSR.

Þann 31. maí 2019 tilkynnti LSR á vef sínum að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána myndu framvegis breytast samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði. Um var að ræða verðtryggða breytilega vexti sjóðfélagalána vegna skuldabréfa sem gefin voru út fyrir 15. janúar 2019.

Lesa meira