16.11.2020 : Hægt að sækja um lán á Mínum síðum á lsr.is

Nú er hægt að sækja um lán hjá LSR á Mínar síður á vef sjóðsins. Lánsumsóknin er tengd sjálfvirku greiðslumati CreditInfo. Nauðsynlegt er hafa rafræn skilríki í síma til að geta sótt um lán og framkvæmt greiðslumatið.
Sjálfvirkni vegna lánsumsókna hefur með þessu aukist til muna og leitast LSR með því við að bæta enn frekar þjónustu við sjóðfélaga.

Lesa meira

11.09.2020 : Skrifstofa LSR mun opna að nýju mánudaginn 14. september 2020

Skrifstofa LSR mun opna að nýju mánudaginn 14. september 2020 kl. 9:00. Eftir sem áður geta sjóðfélagar nýtt sér stafrænar lausnir til samskipta og til að koma gögnum til skila. Vel hefur gengið að leysa mál í gegnum síma og tölvupóst og er full ástæða til að hvetja sjóðfélaga til að nýta sér þær leiðir áfram.

Lesa meira

30.07.2020 : Áfram takmörkuð þjónusta | Limited services continued

Please find information in English below.

Vegna hertra COVID-19 sóttvarnaraðgerða verður áfram takmörkuð þjónusta á skrifstofu LSR. Hægt verður að afhenda og sækja gögn en ekki verður boðið upp á viðtöl hjá þjónusturáðgjöfum. Starfsfólk mun áfram sinna verkefnum og þjónustu við sjóðfélaga en gera má ráð fyrir því að afgreiðsla mála kunni að lengjast lítillega. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Lesa meira

27.07.2020 : Takmörkuð þjónusta 27. - 31. júlí | Limited services July 27 - 31

Please find information in English below.

Vegna sóttvarna verður takmörkuð þjónusta hjá LSR vikuna 27.-31. júlí. Hægt verður að afhenda og sækja gögn en ekki verður boðið upp á viðtöl hjá þjónustufulltrúum. Gert er ráð fyrir að opna afgreiðsluna aftur þriðjudaginn 4. ágúst. Starfsfólk mun áfram sinna verkefnum og þjónustu við sjóðfélaga en gera má ráð fyrir því að afgreiðsla mála kunni að lengjast lítillega. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Lesa meira

16.07.2020 : Yfirlýsing vegna gagnsæistilkynningar

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) birti þann 15. júlí gagnsæistilkynningu þess efnis að fjárfesting Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) í tveimur sjóðum um sameiginlega fjárfestingu hafi farið yfir lögbundið hámark mótaðilaáhættu sbr. 7. mgr. 36. c. laga nr. 129/1997. Af þessu tilefni vill LSR koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

19.06.2020 : Starfsemi í lágmarki þriðjudaginn 23. júní 2020 vegna starfsdags

Vegna starfsdags þriðjudaginn 23. júní 2020 verður starfsemi LSR í lágmarki þann dag. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og bendum á að hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Mínum síðum á vef LSR. Að auki er hægt að sækja um lífeyri og skila inn eyðublöðum þar í gegn með rafrænum skilríkjum í síma. Erindi og fyrirspurnir, lánaumsóknir og fylgigögn er hægt að senda með tölvupósti á netfangið lsr@lsr.is.

Lesa meira

15.06.2020 : Eignasöfn LSR á tímum Covid-19

Styrkleikar eignasafna LSR komu fljótt í ljós þegar áhrifa vegna Covid-19 faraldursins fór að gæta á verðbréfamörkuðum heimsins. Fjárfestingarstefnur deilda LSR leggja línurnar fyrir góða dreifingu eigna, bæði dreifingu á ólíka eignaflokka verðbréfa og innlenda og erlenda markaði sem dró verulega úr sveiflum á ávöxtun.

Lesa meira

05.06.2020 : Árleg útsending sjóðfélagayfirlita vegna ársins 2019

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjöld greidd á árinu 2019. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR. Mínar síður á vef LSR sýna upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og réttindi og þar má alltaf sjá nýjustu stöðu.

Lesa meira

04.06.2020 : Ársskýrsla LSR komin út - ársfundur LSR

Ársskýrsla LSR fyrir árið 2019 er komin út og er hún aðgengileg hér á vef LSR. Á ársfundi LSR sem haldinn verður í dag, fimmtudaginn 4. júní 2020 verður farið yfir efni úr skýrslum stjórnar LSR, ársreikningum, tryggingafræðilegum úttektum, skuldbindingum launagreiðenda og fjárfestingarstefnu.

Ársfundur LSR hefst kl. 15, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

29.05.2020 : Skrifstofa LSR mun opna að nýju þriðjudaginn 2. júní 2020

Skrifstofa LSR mun opna að nýju þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 9:00. Eftir sem áður geta sjóðfélagar nýtt sér stafrænar lausnir til samskipta og til að koma gögnum til skila. Vel hefur gengið að leysa mál í gegnum síma og tölvupóst í samkomubanni vegna COVID-19 og er full ástæða til að hvetja sjóðfélaga til að nýta sér þær leiðir áfram.

Lesa meira

20.05.2020 : Ársfundur LSR

Ársfundur LSR verður haldinn fimmtudaginn 4. júní 2020, kl. 15, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

24.04.2020 : Afkoma LSR á árinu 2019

StarfsemiAfkoma á árinu 2019 var afar góð og ein sú besta í sögu LSR. Það var einkar ánægjulegt í ljósi þess að sjóðurinn fagnaði 100 ára afmæli sínu á árinu. Nafnávöxtun sjóðsins var 16,6% sem svarar til 13,4% hreinnar raunávöxtunar. 

Lesa meira

02.04.2020 : Sjálfvirkt greiðslumat LSR í samstarfi við Creditinfo

LSR hefur tekið í notkun sjálfvirkt greiðslumat í samstarfi við Creditinfo. Niðurstöður greiðslumatsins eru reiknaðar út á sjálfvirkan hátt og byggjast á þeim upplýsingum sem sóttar eru samkvæmt umboði sem lánsumsækjandi veitir. Greiðslumatið er einfalt í notkun og tekur stuttan tíma.

Lesa meira

31.03.2020 : Sérstök heimild til úttektar á séreignarsparnaði frá og með 1. apríl 2020

Alþingi hefur samþykkt lög þar sem kveðið er á um tímabundna heimild til úttektar séreignarsparnaðar vegna COVID-19.

Lesa meira

30.03.2020 : Vegna endurmats á örorku

Félag íslenskra heimilislækna áætlar að erfitt verði að afgreiða beiðnir um ný læknisvottorð næstu þrjá mánuði vegna álags hjá heilsugæslum landsins. LSR mun því fresta endurmati á örorku næstu 3 mánuði hjá lífeyrisþegum sem ekki geta útvegað nýtt læknisvottorð.

Lesa meira

26.03.2020 : Greiðslufrestur á sjóðfélagalánum

Lántökum hjá LSR býðst að fresta greiðslum á lánum sínum hjá LSR. Lántökum stendur til boða að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól, vöxtum og verðbótum og er greiðslubyrði þá felld niður að öllu leyti tímabundið. Einnig geta lántakar sótt um að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól en greiða áfram vexti og verðbætur og er greiðslubyrði þá felld niður að hluta tímabundið.

Lesa meira

25.03.2020 : Sérstök heimild til úttektar á séreignarsparnaði vegna COVID-19

Í samræmi við tilkynningu stjórnvalda um mótvægisaðgerðir vegna COVID-19 liggur nú fyrir Alþingi frumvarp þar sem m.a. er kveðið á um sérstaka heimild til úttektar á séreignarsparnaði. Nánari upplýsingar um þessa heimild verða settar á vef sjóðsins þegar Alþingi hefur lokið meðferð sinni á frumvarpinu og sett lög liggja fyrir.

Lesa meira

13.03.2020 : Tilkynning um lokun afgreiðslu | Closing of offices

Afgreiðsla LSR verður lokuð frá og með mánudeginum 16. mars en starfsfólk mun áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga.

For information in English, click here .

Lesa meira

10.03.2020 : Hvetjum til notkunar rafrænna samskipta og símtala

Í ljósi þess að ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnarlækni hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna kórónaveiru COVID-19, hvetur LSR viðskiptavini til þess að nýta rafræn samskipti og símaþjónustu í stað þess að koma í afgreiðsluna að Engjateigi 11.

Lesa meira

28.02.2020 : LSR lán í greiðsluþjónustu eða sjálfvirkri skuldfærslu

Vakin er athygli á því að vegna tæknilegra örðugleika hefur greiðsluþjónusta fallið niður vegna LSR lána. Það sama á við um þau LSR lán sem voru skráð með sjálfvirka skuldfærslu.

Lesa meira

13.02.2020 : Opnar kl. 13 föstudaginn 14. febrúar vegna veðurs

Raud-vedurvidvorunUppfært: Versta veðrið er nú að ganga niður og opnar skrifstofa sjóðsins því kl. 13 í dag föstudaginn 14. febrúar.

Þar sem rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið mun LSR ekki opna kl. 9 föstudaginn 14. febrúar. Fylgst verður með veðri og veðurspám og metið á hádegi hvort opnað verði þegar veður lægir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lesa meira

03.02.2020 : Myndband: stutt samantekt frá 100 ára morgunverðarfundi LSR

FramkvæmdastjórarStutt samantekt frá 100 ára morgunverðarfundi LSR sem haldinn var á Reykjavík Hilton Nordica 28. nóvember 2019. 

Lesa meira

21.01.2020 : Upplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala

LSR hefur nú lokið skilum til RSK á lífeyrismiðum þeirra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2019 auk þess sem öll lán lífeyrissjóðsins eru nú forskráð inn á sundurliðunarblaðið í skattframtalinu.

Lesa meira

10.01.2020 : Ákvörðun Neytendastofu – vaxtaendurskoðunarákvæði lána með breytilegum vöxtum

Neytendastofa hefur birt ákvörðun sína vegna breytinga á vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána LSR.

Þann 31. maí 2019 tilkynnti LSR á vef sínum að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána myndu framvegis breytast samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði. Um var að ræða verðtryggða breytilega vexti sjóðfélagalána vegna skuldabréfa sem gefin voru út fyrir 15. janúar 2019.

Lesa meira