30.03.2020 : Vegna endurmats á örorku

Félag íslenskra heimilislækna áætlar að erfitt verði að afgreiða beiðnir um ný læknisvottorð næstu þrjá mánuði vegna álags hjá heilsugæslum landsins. LSR mun því fresta endurmati á örorku næstu 3 mánuði hjá lífeyrisþegum sem ekki geta útvegað nýtt læknisvottorð.

Lesa meira

26.03.2020 : Greiðslufrestur á sjóðfélagalánum

Lántökum hjá LSR býðst að fresta greiðslum á lánum sínum hjá LSR. Lántökum stendur til boða að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól, vöxtum og verðbótum og er greiðslubyrði þá felld niður að öllu leyti tímabundið. Einnig geta lántakar sótt um að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól en greiða áfram vexti og verðbætur og er greiðslubyrði þá felld niður að hluta tímabundið.

Lesa meira

25.03.2020 : Sérstök heimild til úttektar á séreignarsparnaði vegna COVID-19

Í samræmi við tilkynningu stjórnvalda um mótvægisaðgerðir vegna COVID-19 liggur nú fyrir Alþingi frumvarp þar sem m.a. er kveðið á um sérstaka heimild til úttektar á séreignarsparnaði. Nánari upplýsingar um þessa heimild verða settar á vef sjóðsins þegar Alþingi hefur lokið meðferð sinni á frumvarpinu og sett lög liggja fyrir.

Lesa meira

13.03.2020 : Tilkynning um lokun afgreiðslu | Closing of offices

Afgreiðsla LSR verður lokuð frá og með mánudeginum 16. mars en starfsfólk mun áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga.

For information in English, click here .

Lesa meira

10.03.2020 : Hvetjum til notkunar rafrænna samskipta og símtala

Í ljósi þess að ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnarlækni hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna kórónaveiru COVID-19, hvetur LSR viðskiptavini til þess að nýta rafræn samskipti og símaþjónustu í stað þess að koma í afgreiðsluna að Engjateigi 11.

Lesa meira

28.02.2020 : LSR lán í greiðsluþjónustu eða sjálfvirkri skuldfærslu

Vakin er athygli á því að vegna tæknilegra örðugleika hefur greiðsluþjónusta fallið niður vegna LSR lána. Það sama á við um þau LSR lán sem voru skráð með sjálfvirka skuldfærslu.

Lesa meira

13.02.2020 : Opnar kl. 13 föstudaginn 14. febrúar vegna veðurs

Raud-vedurvidvorunUppfært: Versta veðrið er nú að ganga niður og opnar skrifstofa sjóðsins því kl. 13 í dag föstudaginn 14. febrúar.

Þar sem rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið mun LSR ekki opna kl. 9 föstudaginn 14. febrúar. Fylgst verður með veðri og veðurspám og metið á hádegi hvort opnað verði þegar veður lægir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lesa meira

03.02.2020 : Myndband: stutt samantekt frá 100 ára morgunverðarfundi LSR

FramkvæmdastjórarStutt samantekt frá 100 ára morgunverðarfundi LSR sem haldinn var á Reykjavík Hilton Nordica 28. nóvember 2019. 

Lesa meira

21.01.2020 : Upplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala

LSR hefur nú lokið skilum til RSK á lífeyrismiðum þeirra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2019 auk þess sem öll lán lífeyrissjóðsins eru nú forskráð inn á sundurliðunarblaðið í skattframtalinu.

Lesa meira

10.01.2020 : Ákvörðun Neytendastofu – vaxtaendurskoðunarákvæði lána með breytilegum vöxtum

Neytendastofa hefur birt ákvörðun sína vegna breytinga á vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána LSR.

Þann 31. maí 2019 tilkynnti LSR á vef sínum að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána myndu framvegis breytast samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og taka mið af þróun verðtryggðra vaxta á markaði. Um var að ræða verðtryggða breytilega vexti sjóðfélagalána vegna skuldabréfa sem gefin voru út fyrir 15. janúar 2019.

Lesa meira