Greiðslufrestur á sjóðfélagalánum

26.03.2020

Lántökum hjá LSR býðst að fresta greiðslum á lánum sínum hjá LSR. Lántökum stendur til boða að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól, vöxtum og verðbótum og er greiðslubyrði þá felld niður að öllu leyti tímabundið. Einnig geta lántakar sótt um að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól en greiða áfram vexti og verðbætur og er greiðslubyrði þá felld niður að hluta tímabundið.

Með því að bjóða upp á greiðslufrest á sjóðfélagalánum vill LSR koma til móts við þá lántaka sem eiga í greiðsluerfiðleikum eða sjá fram á greiðsluerfiðleika. Hafa þarf þó í huga að greiðslufrestun leiðir til þess að afborganir lána hækka þegar greiðslufrestun lýkur. Hægt er að sækja um frestun greiðslna á sjóðfélagalánum til allt að 12 mánaða.

Frekari upplýsingar um greiðslufrest lána ásamt öðrum úrræðum um greiðsluvanda má finna hér.

Hér má finna stafræna umsókn um greiðslufrest lána. Innskráning þarf að vera með rafrænum skilríkjum í síma og sömuleiðis þarf að skrifa undir umsóknina með rafrænum skilríkjum í síma.

Upplýsingar um lán, lánsnúmer og fleira má finna á Mínum síðum.

Ef lántaki er ekki með rafræn skilríki í síma, má nálgast umsóknina hér á .pdf formi. Prenta þarf út umsóknina, skrifa undir og senda í tölvupósti á lsr@lsr.is.