Fréttir
Staðgreiðsla ársins 2017
Breytingar hafa verið gerðar á skattþrepum í staðgreiðslu ársins 2017, þar sem miðþrepið fellur brott. Lífeyrisgreiðslur sem fylgt hafa miðþrepi munu framvegis fylgja neðra skattþrepi.
Lesa meiraIðgjald launagreiðenda í A‐deild LSR hækkar ekki um áramót
Alþingi samþykkti þann 22. desember sl. breytingu á lögum um LSR nr. 1/1997. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní nk.
Í lögunum er einnig kveðið á um að iðgjald launagreiðenda verði áfram 11,5% og verður því ekki af áður tilkynntri hækkun iðgjalds um áramót. Frekari upplýsingar um breytingarnar verða veittar síðar.
Lesa meiraOpnunartími hjá LSR yfir hátíðarnar
Við hjá LSR þökkum samskiptin á árinu og sendum kærar jóla- og áramótakveðjur með ósk um farsæld á komandi ári.
Afgreiðslutími yfir hátíðirnar:
Þorláksmessa opið 9:00-16:00
Annar í jólum – lokað
Þriðjudagurinn 27. desember – opið 10:00-16:00
Mánudagurinn 2. janúar - opið 10:00-16:00.
Breytilegir vextir sjóðfélagalána frá 1. janúar 2017
Breytilegir vextir sjóðfélagalána munu lækka í 3,34% frá og með 1. janúar næstkomandi. Breytilegir vextir sjóðfélagalána eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi. Frekari upplýsingar um vexti LSR lána má finna hér.
Lesa meiraFast lántökugjald
Stjórn LSR hefur ákveðið að lántökugjald á sjóðfélagalánum skuli framvegis vera kr. 50.000 óháð lánsfjárhæð. Lántökugjald var áður 0,5% af lánsfjárhæð.
Hagstæð kjör og sveigjanlegir skilmálar gera sjóðfélagalán hjá LSR að góðum kosti.
Engin uppgreiðsluþóknun er tekin af sjóðfélagalánum.
LSR leiðréttir ný sjóðfélagalán vegna rangrar vísitölu neysluverðs
Í mars sl. urðu Hagstofunni á mistök við útreikning á vísitölu neysluverðs sem leiðrétt voru nú í september, eins og fjallað er um í eftirfarandi frétt á heimasíðu hennar: https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/verdlag/visitala-neysluverds-i-september-2016/.
Lesa meiraHækkun iðgjalds launagreiðenda í A-deild LSR
Stjórn LSR hefur tekið ákvörðun um að iðgjald launagreiðenda hækki um næstu áramót úr 11,5% í 15,1%. Samanlagt iðgjald sjóðfélaga og launagreiðenda verður þá 19,1%.
Lesa meiraBreytingar á A-deild LSR
Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, BSRB, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifuðu fyrr í dag undir samkomulag um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Samkomulagið tekur til réttinda í A-deild LSR. Frumvarp sem byggir á samkomulaginu verður lagt fram á Alþingi í vikunni. Verði frumvarpið að lögum taka breytingarnar gildi 1. janúar 2017.
Lesa meiraBreytingar á vef LSR
Í júní síðastliðnum voru gerðar breytingar á vef LSR. Vefurinn er núna „snjall“ og aðlagar sig að því tæki sem notað er til að skoða hann. Á sama tíma var hönnuð ný forsíða sem miðar að því að einfalda aðgengi að upplýsingum ásamt því að gera upplifun notandans ánægjulegri. Það er von sjóðsins að nýi vefurinn falli vel að þörfum þeirra sem nota hann.
Lesa meiraLífeyrissjóðurinn þinn – sögubrot af mæðgum
Í auglýsingatíma RÚV og Sjónvarps Símans fyrir leik Íslands og Portúgals í gær var frumsýnd leikin auglýsing sem Dagur Hilmarsson og kvikmyndaframleiðandinn Republik ehf. gerðu fyrir Landssamtök lífeyrissjóða.
Lesa meiraBreytilegir vextir sjóðfélagalána frá 1. júlí 2016
Viðburðaríkur maímánuður
Árlega heldur LSR kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og lífeyrisþega með það að markmiði að efla upplýsingagjöf og vitund um lífeyrismál. Metþátttaka var á kynningarfundum í ár.
LSR er eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarstofnun SFR árið 2016.
Lesa meiraÁrsfundur LSR og LH
Ársfundur LSR og LH verður haldinn þriðjudaginn 17. maí kl. 15 í húsnæði LSR við Engjateig 11, 105 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.
Ársskýrsla LSR og LH fyrir árið 2015 er komin út. Vakin er athygli á að ársskýrslan er eingöngu aðgengileg á rafrænu formi á vef LSR.
Lesa meiraÚtsendingar á yfirlitum til sjóðfélaga
Árleg útsending yfirlita stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur ársins 2015. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.
Lesa meiraAfkoma LSR á árinu 2015
Nafnávöxtun LSR á árinu 2015 var 8,7% sem svarar til 6,5% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 6,5%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2015 voru 46,8 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 582,9 milljarðar króna í árslok 2015.
Lesa meiraAfkoma LH á árinu 2015
Nafnávöxtun LH á árinu 2015 var 7,4% á árinu sem svarar til 5,1% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LH síðustu fimm árin var 6,6%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi voru 2 milljarðar króna og heildareignir LH í árslok 2015 námu 27,7 milljörðum króna.
Lesa meiraRafrænn persónuafsláttur
Á þjónustuvef ríkisskattstjóra er nú aðgengilegt fyrir launamenn yfirlit yfir staðgreiðslu og nýttan persónuafslátt.
Lesa meiraLSR lækkar lántökukostnað 18. febrúar 2016
Stjórn LSR hefur ákveðið að lækka lántökukostnað sjóðfélagalána og verður lántökugjald nú 0,5% af lánsfjárhæð. Lántökugjald var áður 0,75%. Hagstæð kjör og sveigjanlegir skilmálar gera sjóðfélagalán hjá LSR að góðum kosti. Engin uppgreiðsluþóknun er tekin af sjóðfélagalánum.
Lesa meiraUpplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala
LSR hefur nú lokið rafrænum gagnaskilum á til RSK fyrir tekjuárið 2015.
Lesa meira