Breytingar á vef LSR

01.07.2016

SnjallÍ júní síðastliðnum voru gerðar breytingar á vef LSR. Vefurinn er núna „snjall“ og aðlagar sig að því tæki sem notað er til að skoða hann. Á sama tíma var hönnuð ný forsíða sem miðar að því að einfalda aðgengi að upplýsingum ásamt því að gera upplifun notandans ánægjulegri.

Það er von sjóðsins að nýi vefurinn falli vel að þörfum þeirra sem nota hann.