Iðgjald launagreiðenda í A‐deild LSR hækkar ekki um áramót
Alþingi samþykkti þann 22. desember sl. breytingu á lögum um LSR nr. 1/1997. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní nk.
Í lögunum er einnig kveðið á um að iðgjald launagreiðenda verði áfram 11,5% og verður því ekki af áður tilkynntri hækkun iðgjalds um áramót. Frekari upplýsingar um breytingarnar verða veittar síðar.