Hægt að sækja um lán á Mínum síðum á lsr.is

16.11.2020

Nú er hægt að sækja um lán hjá LSR á Mínum síðum á vef sjóðsins. Lánsumsóknin er tengd sjálfvirku greiðslumati CreditInfo. Nauðsynlegt er hafa rafræn skilríki í síma til að geta sótt um lán og framkvæmt greiðslumatið.
Sjálfvirkni vegna lánsumsókna hefur með þessu aukist til muna og leitast LSR með því við að bæta enn frekar þjónustu við sjóðfélaga.