Ársskýrsla LSR komin út - ársfundur LSR

04.06.2020

Ársfundur auglýsing

Ársskýrsla LSR fyrir árið 2019 er komin út og er hún aðgengileg hér á vef LSR. Á ársfundi LSR sem haldinn verður í dag, fimmtudaginn 4. júní 2020 verður farið yfir efni úr skýrslum stjórnar LSR, ársreikningum, tryggingafræðilegum úttektum, skuldbindingum launagreiðenda og fjárfestingarstefnu.

Ársfundur LSR hefst kl. 15, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.