Sjálfvirkt greiðslumat LSR í samstarfi við Creditinfo

02.04.2020

LSR hefur tekið í notkun sjálfvirkt greiðslumat í samstarfi við Creditinfo. Niðurstöður greiðslumatsins eru reiknaðar út á sjálfvirkan hátt og byggjast á þeim upplýsingum sem sóttar eru samkvæmt umboði sem lánsumsækjandi veitir.

Greiðslumatið er einfalt í notkun og tekur stuttan tíma.

Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að geta framkvæmt greiðslumatið.

Með greiðslumatinu er sjálfvirkni vegna lánsumsókna aukin til muna og leitast LSR með því við að bæta þjónustu við sjóðfélaga.