Skrifstofa LSR mun opna að nýju þriðjudaginn 2. júní 2020

29.05.2020

Skrifstofa LSR mun opna að nýju þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 9:00. Eftir sem áður geta sjóðfélagar nýtt sér stafrænar lausnir til samskipta og til að koma gögnum til skila. Vel hefur gengið að leysa mál í gegnum síma og tölvupóst í samkomubanni vegna COVID-19 og er full ástæða til að hvetja sjóðfélaga til að nýta sér þær leiðir áfram.

  • Afgreiðslutími sjóðsins er alla virka daga kl. 9:00 - 16:00.
  • Símaþjónusta er alla virka daga frá kl. 9:00 - 16:00 í síma 510 6100.
  • Hægt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á lsr@lsr.is.
  • Hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Mínum síðum á vef LSR. Þar er einnig hægt að sækja um lífeyri og skila inn eyðublöðum með rafrænum skilríkjum í síma.
  • Á launagreiðendavef eru upplýsingar um greiðslustöðu launagreiðanda á hverjum tíma. Jafnframt er hægt að skrá og senda skilagreinar til sjóðsins.
  • Áfram verður hægt að koma gögnum til LSR í póstkassa sem staðsettur er í anddyri sjóðsins en einnig verður mögulegt að skila inn gögnum í móttöku sjóðsins.