Árleg útsending sjóðfélagayfirlita vegna ársins 2019

05.06.2020

Fréttabréf LSR mynd

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjöld greidd á árinu 2019. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR. Mínar síður á vef LSR sýna upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og réttindi og þar má alltaf sjá nýjustu stöðu.

Sjóðfélagar eru hvattir til að vera umhverfisvænir og afþakka yfirlit á pappír. Hægt er að afþakka yfirlit á pappír með því að senda netpóst þess efnis á lsr@lsr.is eða hringja í síma 510 6100.

Með yfirlitum fylgir Fréttabréf LSR ásamt upplýsingum um starfsemi deildanna á árinu 2019. Einnig má skoða eldri fréttabréf LSR hér.