Starfsemi í lágmarki þriðjudaginn 23. júní 2020 vegna starfsdags

19.06.2020

Vegna starfsdags þriðjudaginn 23. júní 2020 verður starfsemi LSR í lágmarki þann dag. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og bendum á að hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Mínum síðum á vef LSR. Að auki er hægt að sækja um lífeyri og skila inn eyðublöðum þar í gegn með rafrænum skilríkjum í síma. Erindi og fyrirspurnir, lánaumsóknir og fylgigögn er hægt að senda með tölvupósti á netfangið lsr@lsr.is.