Hvetjum til notkunar rafrænna samskipta og símtala

10.03.2020

Í ljósi þess að ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnarlækni hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna kórónaveiru COVID-19, hvetur LSR viðskiptavini til þess að nýta rafræn samskipti og símaþjónustu í stað þess að koma í afgreiðsluna að Engjateigi 11.

Hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Mínum síðum á vef LSR. Að auki er hægt að sækja um lífeyri og skila inn eyðublöðum þar í gegn með rafrænum skilríkjum í síma.

Lánsumsókn og fylgigögn er hægt að senda með tölvupósti á netfangið lsr@lsr.is.

  • Hægt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á lsr@lsr.is.
  • Símaþjónusta er alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00 í síma 510 6100.

Ekki er fyrirhugað að gera breytingar á opnunartíma sjóðsins sem er 9:00 til 16:00 alla virka daga. Komi til þess að gerðar verði breytingar á opnunartíma mun það verða tilkynnt hér á vef sjóðsins.