Stjórn LSR gerir athugasemd við starfskjarastefnu Klakka

13.12.2017

Stjórn LSR kom saman í dag þar sem m.a. var fjallað um nýsamþykkta starfskjarastefnu Klakka og þá sérstaklega ákvæði hennar um árangurstengdar greiðslur til stjórnar og stjórnenda. Stjórn lífeyrissjóðsins lýsir yfir eindreginni andstöðu sinni við starfskjarastefnu félagsins. Að mati stjórnar LSR felur starfskjarastefnan í sér óhófleg starfskjör til stjórnar og stjórnenda.

Stjórn LSR skorar eindregið á stjórn Klakka að beita sér fyrir því að starfskjarastefnan verði endurskoðuð.

Tilkynning þess efnis hefur verið send til stjórnar Klakka.