Ráðstöfun séreignarsparnaðar og fyrsta íbúð - umsóknarfrestur rennur út um áramót

22.12.2017

Keyptir þú þitt fyrsta íbúðarhúsnæði á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og hefur áform um að ráðstafa séreignarsparnaði þínum til greiðslu inn á húsnæðislán þitt í allt að 10 ár?

Umsóknarfrestur vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð þegar íbúð var keypt fyrir 1. júlí 2017 rennur út um áramót.

Sjá nánari upplýsingar á vef RSK