Breyting á bankareikningum LSR og LH vegna iðgjaldaskila

18.09.2014

Á næstu dögum mun þeim launagreiðendum er greiða iðgjöld til LSR berast bréf þar sem tilkynnt er um breytingu á bankareikningum vegna iðgjaldaskila. Launagreiðendur eru beðnir um að leggja inn á nýja bankareikninga frá og með útborgun 1. október næstkomandi.

Hingað til hafa launagreiðendur greitt öll iðgjöld vegna samtryggingar til LSR og LH inn á einn sameiginlegan bankareikning en nú skal aðskilja greiðslur vegna A-deildar LSR, B-deildar LSR eða LH. Bankareikningur Séreignardeildar LSR verður óbreyttur.

Starfsmenn iðgjaldadeildar veita gjarnan frekari upplýsingar en vilja þó góðfúslega benda á að fyrir alla kerfislega hjálp er best að snúa sér til umsjónaraðila hvers launakerfis fyrir sig.