Athugun FME á fjárfestingum Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga

09.05.2014

Á fyrsta ársfjórðungi 2014 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið athugun á því hvort fjárfestingar Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga væru í samræmi við gildandi lög og fjárfestingarheimildir.

Það er ánægjulegt frá því að segja að Fjármálaeftirlitið gerði engar athugasemdir við fjárfestingar lífeyrissjóðsins.

Á vefsíðu eftirlitsins er hægt að nálgast gagnsæistilkynningu um niðurstöðu athugunar FME.