Ný lög um stimpilgjald

16.01.2014

Þann 1. janúar síðastliðinn tóku gildi ný lög um stimpilgjald. Samkvæmt lögunum eru skuldabréf ekki lengur stimpilskyld. Lántakar þurfa því nú ekki að greiða stimpilgjald við töku sjóðfélagalána eða í þeim tilvikum þegar vanskil eru lögð við höfuðstól. Á vef Alþingis er hægt að nálgast lögin í heild sinni.