Leiðréttingin, birting útreiknings

11.11.2014

Niðurstöður flestra umsækjenda um höfuðstólsleiðréttingu hafa verið birtar á vef RSK leidretting.is. Birtingin er til upplýsinga eins og er og því ekki hægt að staðfesta niðurstöðuna fyrr en um miðjan desember. Hafi umsækjandi athugasemdir við sinn útreikning, er tekið á móti því rafrænt gegnum vef leiðréttingarinnar leidretting.is.


Til að samþykkja útreikninginn þurfa umsækjendur að hafa rafræn skilríki og hvetjum við alla til að sækja um þau sem fyrst eða afla frekari upplýsinga á skilriki.is.