Leiðréttingin
Á leidretting.is hefur Ríkisskattstjóri opnað vefsíðu þar sem nú er hægt að sækja um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána. Á sömu síðu verður opnað fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á fasteignalán innan skamms. LSR hvetur sjóðfélaga til að leita þangað varðandi frekari upplýsingar og sækja um fyrir lok umsóknarfrestsins.
LSR vill benda á að til að fullnýta séreignarúrræði leiðréttingarinnar þarf að byrja að leggja fyrir í séreignarsparnað frá og með 1. júlí næstkomandi. Á næstu dögum berast iðgjaldayfirlit vegna ársins 2013 til allra virkra sjóðfélaga LSR og LH og munu þeir sjóðfélagar sem ekki eru með séreignarsparnað hjá LSR fá sendan séreignarsamning með sínu yfirliti. Við hvetjum fólk til að notfæra sér það, kynna sér kosti séreignarsparnaðar og ganga frá samningi hið fyrsta, hafi það ekki gert svo nú þegar.
LSR býður hagstæð kjör, örugga vörslu séreignarsparnaðar og góða þjónustu. Ráðgjafar LSR veita heildstæða ráðgjöf í lífeyris og lánamálum og aðstoða þig við að ganga frá samningi um séreignarsparnað.