Umsóknarfrestur vegna höfuðstólsleiðréttingu rennur út þann 1. september

29.08.2014

Við viljum minna á að umsóknarfrestur um höfuðstólsleiðréttingu á verðtryggðum fasteignalánum rennur út þann 1. september næstkomandi. Þá verður endanlega lokað fyrir umsóknir og ekki hægt að sækja um eftir þann tíma. Allar frekari upplýsingar má finna á vef ríkisskattstjóra leidretting.is.