Afgreiðsla og símaþjónusta LSR lokuð vegna Kvennaverkfalls

23.10.2023

Afgreiðsla og símaþjónusta verða lokuð á morgun, 24. október, vegna Kvennaverkfalls. LSR stendur heilshugar með konum og kvárum og hvetur alla til að leggja sitt af mörkum til að efla jafnrétti í þjóðfélaginu og standa saman gegn mismunun.

Ríflega þrír af hverjum fjórum sem starfa hjá sjóðnum eru konur og það er til marks um mikilvægi þeirra fyrir starfsemina að án þeirra sér sjóðurinn ekki fram á að hægt verði að sinna beinni þjónustu við sjóðfélaga. Því hvetjum við sjóðfélaga til að nýta sér rafrænar lausnir sjóðsins á Mínum síðum þann 24. október eða hafa samband með skilaboðum.

LSR leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna í sinni starfsemi. Sjóðurinn hefur sett sér jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun, verið með jafnlaunavottun frá árinu 2021 og hlaut fyrir skömmu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fjórða sinn.

Sjóðurinn hvetur allar konur og kvára til að taka þátt í skiplegri dagskrá í tilefni Kvennaverkfallsins og karlmenn til að sýna baráttunni stuðning og standa vaktina bæði í vinnu og á heimili.