Lífeyrisréttindi, landamæri og EES-samningurinn

22.03.2018

Tryggingastofnun er samskiptastofnun við hliðstæðar stofnanir í öðrum ríkjum sem Ísland hefur samning við um gagnkvæmar lífeyristryggingar. Allar umsóknir á EES-svæðinu eru milli þessara stofnana og samskiptin eiga sér stað á stöðluðum eyðublöðum á tungumáli þess lands sem erindin sendir.

„Íslendingar sem búið hafa í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins kunna að eiga þar lífeyrisréttindi án þess að vita af því sjálfir. Hafi þeir samband við Tryggingastofnun sendum við umsókn út og síðan kemur í ljós hvort réttindi eru til staðar eða ekki,“ segir Anna Elísabet Sæmundsdóttir, deildarstjóri erlendra mála hjá Tryggingastofnun.

Greinina má finna á vef lífeyrismál.is.