Tilkynning um hækkun sérstaks iðgjalds frá og með 1. janúar 2019

23.10.2018

Í árslok 2016 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um A-deild LSR og tóku þær breytingar gildi 1. júní 2017. Ríkissjóður greiddi þá 106,8 milljarða til sjóðsins til að standa undir óbreyttum réttindaávinningi fyrir þá sem voru í sjóðnum fyrir gildistöku breytinganna. Launagreiðendur sem ekki eru fjármagnaðir með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum eða framlögum þurfa að greiða til baka þann hluta af þessu framlagi, sem fer í að standa undir réttindum starfsmanna þessara launagreiðenda. Þetta er gert með greiðslu sérstaks iðgjalds.

Frá og með 1. janúar 2019 hækkar iðgjaldið úr 5,85% í 5,91%. Samtals verður þá iðgjald launagreiðanda 17,41%. Er þessi hækkun gerð í samræmi við 8. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög um LSR, nr. 1/1997, en þar er kveðið á um að endurskoða skuli iðgjaldið árlega í samræmi við tryggingafræðilega athugun.