Ernst & Young tekur við endurskoðun á ársreikningi LSR

05.11.2018

Síðastliðinn föstudag var undirritaður samningur um að Ernst & Young annist endurskoðun á ársreikningi LSR. Hjá Ernst & Young starfar fjöldi reynslumikilla endurskoðenda og sérfræðinga, sem m.a. hafa komið að endurskoðun hjá lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og stéttarfélögum.

Árni S. Snæbjörnsson, löggiltur endurskoðandi, mun leiða verkefnið. Með honum í kjarnateymi verða Geir Steindórsson, löggiltur endurskoðandi og Kateryna Hlynsdóttir, sérfræðingur, auk annarra starfsmanna sem koma að verkefninu.

Við bjóðum starfsmenn Ernst & Young velkomna til starfa.