Breyting á póstdreifingarfyrirkomulagi

01.02.2018

Íslandspóstur hefur nú breytt dreifingarfyrirkomulagi á bréfpósti í þéttbýli en í því felst að dreifingardögum bréfapósts fækkar. Þetta mun hafa áhrif á það hvenær útsendur póstur frá LSR berst til viðtakanda.

LSR hvetur sjóðfélaga til að sækja upplýsingar um lán og lífeyrisréttindi með rafrænum hætti á sjóðfélagavef LSR og launagreiðendur til að nýta nýjan launagreiðendavef LSR.

Samkvæmt frétt Íslandspósts um málið mun hvert heimili í þéttbýli fá bréfapóst annan hvern virkan dag en ekki daglega eins og áður. Það þýðir að pósturinn er borinn út á næstu þremur virkum dögum frá því að hann er póstlagður, eins og átt hefur við um B-póst síðustu ár. Sama tíðni verður á bréfadreifingu í þéttbýli og dreifbýli eftir breytinguna og A-póstur ekki lengur í boði.