Frestur að renna út vegna sértækrar skuldaaðlögunar

03.12.2012

LSR vill benda sjóðfélögum sínum á að frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót.

Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða.

Einstaklingar geta nýtt sér sértæka skuldaaðlögun í þeim tilfellum ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta fjárhagsstöðu lántaka af og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa.

Sótt er um sértæka skuldaaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda.