Þrír milljarðar í lífeyrisgreiðslur hjá LSR í desember

30.11.2012

Um þessi mánaðamót fá rúmlega 14 þúsund lífeyrisþegar í A- og B-deild LSR og LH greidda samtals tæplega 3 milljarða í lífeyri.

Þann 1. desember fá lífeyrisþegar í B-deild LSR og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga greidda persónuuppbót samkvæmt kjarasamningum. Algengasta fjárhæð persónuuppbótar er 50.500 þúsund krónur og fá lífeyrisþegar áunnin lífeyrisréttindi sinn af þeirri fjárhæð.

Þeir sem fá lífeyri er tekur meðalbreytingum fá að auki greiddan vísitölumismun á lífeyrisgreiðslum fyrir tímabilið frá nóvember 2011 til október 2012.