Lækkun vaxta LSR lána

30.03.2012

Stjórnir LSR og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) hafa samþykkt að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga frá og með 1. apríl. Vextir nýrra lána með föstum vöxtum verða lækkaðir úr 4,4% í 3,9% og vextir lána með breytilegum vöxtum verða lækkaðir úr 3,9% í 3,6%.

Á árinu 2011 fengu sjóðfélagar samtals rúmlega þrjá milljarða króna í formi sjóðfélagalána frá LSR og LH. Af heildareignum sjóðsins eru tæplega 63 milljarðar í lánum til sjóðfélaga eða 16%.