Sjóðfélagavefur verður Mínar síður
Innskráningarvefur sjóðfélaga og lántaka á vef LSR mun framvegis vera kallaður Mínar síður. Þar geta sjóðfélagar og þeir sem eru með lán frá lífeyrissjóðnum nálgast allar upplýsingar um réttindi sín og lánamál. Í upphafi árs bættust við rafrænar umsóknir um eftirlaun og val á reglum ásamt því að nýr lánahluti var tekinn í notkun. Nú er því hægt að greiða inn á lán og greiða upp lán með öruggari og einfaldari hætti fyrir lántaka.