Staðfesta þarf áframhaldandi þátttöku í ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán fyrir 30.09.2019

27.09.2019

LSR vill minna á að umsóknarfrestur til að staðfesta áframhaldandi þátttöku í ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán er til og með 30. september nk. Þeir sjóðfélagar sem voru með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán fyrir 1. júlí sl. og kjósa að halda áfram að nýta sér hana þurfa að skrá sig inn á www.leidretting.is og staðfesta þar áframhaldandi þátttöku.

Þeir sem staðfesta framlengingu fyrir 30. september nk. fá greidd inn á lánið sitt uppsöfnuð iðgjöld frá og með launatímabilinu júlí 2019. Eftir 30. september virkjast ráðstöfun einungis aftur frá þeim mánuði þegar ný umsókn berst RSK og uppsöfnuð iðgjöld frá 1. júlí eru þá ekki greidd inn á lánið.

Vert er að benda á að þeir sem nýta sér úrræðið um kaup á „Fyrstu íbúð“ þurfa ekkert að aðhafast vegna þessa.