Óverðtryggð lán og breytingar á útlánum

11.01.2019

Sjóðfélögum LSR stendur nú til boða að taka óverðtryggð fasteignalán hjá sjóðnum. Vextir lánanna breytast á 36 mánaða fresti samkvæmt ákvörðun sjóðsins.

Breytilegir vextir nýrra verðtryggðra lána breytast á sama hátt með 36 mánaða millibili. Eldri verðtryggð lán með breytilegum vöxtum munu áfram breytast á þriggja mánaða fresti.

Sjóðfélögum stendur jafnframt til boða að taka verðtryggð lán hjá sjóðnum með föstum vöxtum.

Sjóðfélagar hafa nú úr fleiri lánakostum að velja eftir framangreindar breytingar. Hagstæð kjör og sveigjanlegir skilmálar gera LSR lán að góðum valkosti.

LSR bendir á nýja lánareiknivél sem sýnir m.a. samanburð á milli lánakosta.