100 ára afmæli LSR 28. nóvember 2019

13.11.2019

Í tilefni aldarafmælis LSR verður haldinn opinn morgunverðarfundur á Hilton Reykjavik Nordica á afmælisdegi LSR þann 28. nóvember næstkomandi. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 08:00, dagskrá hefst kl. 08:15 og lýkur kl. 10:00.

Dagskráin verður fjölbreytt með áherslu á framtíðina en við skoðum einnig 100 ára sögu LSR. Við fáum góða gesti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja ávarp og frá Storebrand í Noregi mætir Philip Ripman til að ræða um sjálfbærar fjárfestingar. Í pallborðsumræðum verður rætt um mikilvægi samtryggingar í nútímasamfélagi og höfum við fengið fjölbreyttan hóp einstaklinga til að ræða þetta mikilvæga málefni.

Við bjóðum öllum að koma og fagna með okkur.

Boðskort 100 ára afmæli LSR