LSR hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

06.11.2019

LSR hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, ásamt 15 öðrum fyrirtækjum og 2 sveitarfélögum. Viðurkenning jafnvægisvogarinnar var veitt í fyrsta sinn núna en í fyrra skrifuðu rúmlega 50 fyrirtæki undir viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi innan sinna vébanda og vinna að markmiðum jafnvægisvogar FKA næstu 5 árin.

Tilgangur jafnvægisvogarinnar er m.a. að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði árið 2027 verði hlutfallið milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA unnið í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Morgunblaðinu og Pipar/TBWA.

Viðurkenningar voru afhentar á ráðstefnunni Jafnrétti sem fór fram á Grand Hóteli í gær og tók Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri LSR við viðurkenningunni fyrir hönd LSR.

Hulda jakobsdóttir Eliza Reid og Harpa JónsdóttirHulda Jakobsdóttir og Harpa Jónsdóttir ásamt forsetafrú Íslands Elizu Reid.

Viðtakendur viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar 2019 Á vef Viðskiptablaðsins má lesa frétt um efnið.

Á vef FKA má auk þess sem finna má frekari upplýsingar um um Jafnvægisvogina.