Lækkun fastra vaxta verðtryggðra lána

31.05.2019

Stjórn LSR hefur ákveðið að fastir vextir verðtryggðra lána lækki og verði 3,4% frá og með 1. júní nk., en fastir vextir eru nú 3,5%. Breytingin á við um ný lán frá og með 1. júní nk.

LSR býður jafnframt upp á verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán með breytilegum vöxtum sem breytast á 36 mánaða fresti. Frá og með 1. júní nk. verða vextir á nýjum verðtryggum lánum með breytilegum vöxtum 2,3% og 6,0% á nýjum óverðtryggðum lánum.