Örugg innsending gagna á lsr.is

19.01.2021

Nú geta þeir sem vilja senda LSR gögn með öruggum hætti gert það í gegnum nýja vefgátt fyrir innsendingu gagna á lsr.is. Nauðsynlegt er að nota rafræn skilríki til að skrá sig inn í vefgáttina.

Tengil á vefgáttina má finna á síðunni Umsóknir, eyðublöð, innsending gagna . Eftir innskráningu með rafrænum skilríkjum er einfalt að draga skjöl inn á vefgáttina eða sækja þau í tölvuna með hefðbundnum hætti. Einnig er hægt að skrifa skilaboð með gögnunum til nánari útskýringar.

Við hvetjum sjóðfélaga og aðra sem þurfa að koma gögnum til LSR til að nýta sér þessa nýju og öruggu þjónustu.