Þarftu að breyta staðgreiðslu skatta af lífeyrisgreiðslum?

02.06.2021

Nú þegar ríkisskattstjóri hefur birt álagningu opinberra gjalda sjá margir lífeyrisþegar að skráning þeirra á staðgreiðslu skatta af lífeyrisgreiðslum hjá LSR sé ekki eins og best verður á kosið. Einfalt er að óska eftir breytingum á staðgreiðsluskilum skatta hjá LSR á Mínum síðum hér á lsr.is.

Ástæður fyrir breytingum á staðgreiðslu skatta af lífeyrisgreiðslum geta verið ýmsar. Mögulega er skattþrep lífeyrisgreiðslna ekki rétt skráð hjá sjóðnum miðað við aðrar tekjur eða einhverjar aðstæður hafa komið upp hjá lífeyrisþegum sem valda því að Ríkisskattstjóri ráðleggur ákveðnar breytingar, hvort sem þær eru tímabundnar eða til frambúðar.

Þá er einfalt að óska eftir breytingum á staðgreiðsluskilum hér á Mínum síðum á lsr.is. Fyllt er út umsóknin Beiðni um breytingu á staðgreiðsluskilum þar sem m.a. má velja skattþrep, segja til um hlutfall á nýtingu persónuafsláttar (frá 0% og upp í 100%) og óska eftir að nýta persónuafslátt maka. Svo er beiðnin send inn, afgreidd hjá LSR og tekið tillit til nýrrar skattskráningar við næstu útgreiðslu lífeyris.

Athugið - ef tengillinn hér fyrir ofan virkar ekki er hægt að finna eyðublaðið með því að skrá sig inn á Mínar síður, velja „Umsóknir“ undir Lífeyrisréttindi og séreignarsparnaður, velja svo „Lífeyrir“ og síðan „Beiðni um breytingu á staðgreiðsluskilum.“