Nýr opnunartími á föstudögum

02.02.2021

Frá og með næsta föstudegi, 5. febrúar, mun opnunartími símaþjónustu LSR breytast lítillega, því framvegis verður símaþjónusta sjóðsins opin frá kl. 09:00 til 15:00 á föstudögum. Aðra daga verður þjónustutíminn áfram sá sami, 09:00 til 16:00.

Vegna sóttvarnaraðgerða verður afgreiðsla LSR opin frá kl. 9:00 til 13:00 næstu vikur og munum við láta vita um leið og breytingar verða gerðar þar á. Á meðan á lokuninni stendur hvetjum við sjóðfélaga til að nýta rafræna þjónustu á Mínum síðum auk þess að hafa samband við okkur með síma á hefðbundnum opnunartíma sjóðsins eða tölvupósti.