Breytingar á vöxtum lána hjá LSR

01.12.2021

Frá og með 1. desember munu vextir lána hjá LSR breytast með eftirfarandi hætti:

  • Verðtryggðir fastir vextir nýrra fasteignalána lækka um 0,1 prósentustig og verða 2,9%. Verðtryggðir fastir vextir hjá LSR haldast óbreyttir út allan lánstímann.
  • Óverðtryggðir vextir hækka um 0,1 prósentustig og verða 4,7%. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.

Aðrir vextir breytast ekki, sem þýðir að verðtryggð lán með vöxtum sem eru fastir í 36 mánuði í senn munu áfram bera 2,3% vexti. Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðfélagalán LSR.