Staða sérfræðings í sjálfbærni laus til umsóknar

01.02.2024

LSR leitar að metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi til að leiða framkvæmd á sjálfbærnistefnu sjóðsins. Starfið er víðtækt og nær til fjölbreyttra sjálfbærniverkefna sem tengjast fjárfestingum og rekstri sjóðsins.

Starfið er á eignastýringarsviði og felur í sér náið samstarf við starfsfólk sviðsins sem og önnur svið sjóðsins.

Hægt er að sækja um starfið til 12. febrúar 2024 og skal senda umsóknir í gegnum Alfred.is. Þar má jafnframt finna allar frekari upplýsingar um starfið.