Tvö spennandi störf laus hjá LSR

16.02.2024

LSR auglýsir nú tvær spennandi stöður lausar til umsóknar. Annars vegar leitum við að sérfræðingi á fjármálasviði og hins vegar að sjóðsstjóra í teymi erlendra fjárfestinga hjá eignastýringarsviði.

Starf sérfræðings á fjármálasviði er með áherslu á uppgjör viðskipta og greiningu á verðbréfasafni sjóðsins. Þetta er fjölbreytt framtíðarstarf í miðvinnslu sem felur í sér mikil samskipti bæði innan sjóðsins og við ytri aðila. Umsóknarfrestur er til 3. mars, en hægt er að lesa meira um starfið og sækja um á Alfreð.is.

Starf sjóðsstjóra í eignastýringu er tímabundið starf til 18 mánaða, en þar er leitað að öflugum einstaklingi í teymi erlendra fjárfestinga. Starfið er víðtækt og verkefnin fjölbreytt en áhersla er þó á framtaksfjárfestingar og aðrar óskráðar fjárfestingar. Hægt er að sækja um starfið til 11. mars, en nánari upplýsingar má finna á Alfreð.is auk þess sem þar er tekið við umsóknum.