Hætt að senda launaseðla á pappír

20.03.2024

Frá og með mánaðarmótunum mars/apríl mun LSR hætta útsendingu launaseðla á pappír. Þess í stað verða launaseðlar birtir rafrænt á Mínum síðum á lsr.is.

Þessi breyting er í samræmi við sjálfbærnistefnu LSR, þar sem meðal annars er sagt til um að sjóðurinn skuli draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið, draga úr úrgangi og minnka kolefnisspor. Einn liður í því er að hætta að senda út launaseðla á pappír en þannig minnkar sjóðurinn pappírsnotkun verulega.

Á Mínum síðum má finna launaseðlana undir flokknum „Skjalasafn.“ Þar verða framvegis vistuð öll skjöl sem LSR gefur út eins og launaseðlar, sjóðfélagayfirlit, launamiðar og önnur skjöl. Ef mörg skjöl eru vistuð í skjalasafninu má nota tegundarvallistann til að finna skjöl af ákveðinni tegund.

Innskráning á Mínar síður er með rafrænum skilríkjum annað hvort í snjallsíma eða með auðkennisappinu. Auðkennisappið er gjaldfrjálst og hægt að nota það hvar sem er í heiminum óháð símafélögum.