Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Ársskýrsla LSR 2024 komin út

6. maí 2025

Ársskýrsla LSR fyrir árið 2024 hefur verið gefin út, en þar er fjallað um rekstur sjóðsins á síðasta ári, eignir í árslok og margt fleira. Ársskýrslan er með nýju sniði í ár, þar sem áhersla er lögð á gagnvirkni í framsetningu efnis og upplýsinga.

Skjámynd úr ársskýrslu LSR 2024

Í ársskýrslunni er birt ávarp stjórnarformanns LSR, sem fjallar m.a. um stöðu sjóðsins og merkisáfanga sem náðust í rekstrinum á síðasta ári, nýjungar í þjónustu LSR, áherslur stjórnar þegar kemur að þátttöku í íslensku viðskiptalífi og mikilvægi þess að líta til sjálfbærni í rekstri og fjárfestingum.

Á árinu 2024 rauf eignasafn LSR 1.500 milljarða múrinn í fyrsta skipti og voru heildareignir sjóðsins 1.567 milljarðar króna í árslok. Þá greiddi sjóðurinn meira en 100 milljarða króna í lífeyrisgreiðslur á árinu, sem er í fyrsta sinn sem greiðslur sjóðsins eru umfram það mark. Hreinar fjárfestingartekjur voru 173 milljarðar króna, sem er það næstmesta á einu ári í sögu LSR. 

Eins og áður sagði er ársskýrslan með nýju sniði. Síðustu ár hefur útgáfan verið á PDF-formi, en í ár er hún gefin út á vefformi. Þar er einfalt að fletta milli kafla til að finna þær upplýsingar sem leitað er að, auk þess sem öll gröf eru gagnvirk, þannig að t.d. má sjá ítarlegri tölur í súlu- og línuritum með því að setja bendilinn yfir gröfin, eða fletta milli flipa til að sjá tölur og gögn fyrir einstakar deildir.

Opna ársskýrslu

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um gagnvirkt graf í ársskýrslunni. Sé músinni haldið yfir súlunum birtast tölurnar á bak við hverja súlu, auk þess sem hægt er að sjá upplýsingar fyrir einstakar deildir með því að fletta milli flipa.

Skjámynd af súluriti.