Ef sjóðfélagi velur þennan kost geymir hann hinn helminginn þar til hann kýs að taka fullan lífeyri. Mánaðarleg fjárhæð vegna geymdra réttinda hækkar í samræmi við samþykktir sjóðsins. Einnig tóku gildi á sama tíma breytingar er gera sjóðfélögum A-deildar kleift að fresta lífeyristöku til allt að 80 ára aldurs gegn hækkun mánaðarlegs lífeyris.
Þá tóku gildi þann 1. september sl. breytingar á lögum um LSR er heimila töku hálfs lífeyris úr B-deild sjóðsins. Heimildin er bundin þeim skilyrðum að sjóðfélagi hafi náð 65 ára aldri og sé ekki í meira en 50% starfi sem veitir aðild að B-deild.
Með þessum breytingum geta sjóðfélagar LSR nú uppfyllt skilyrði laga almannatrygginga sem veita möguleika á töku hálfs lífeyris frá Tryggingastofnun gegn töku hálfs lífeyris hjá lífeyrissjóðum.